Eftir 3 skemmtileg ár í Kringlunni höfum við ákveðið að loka versluninni í Kringlunni og vera eingöngu á Garðatorgi.
Þetta var ekki auðveld ákvörðun en verslunarrekstur á Íslandi er krefjandi um þessar mundir og við erum viss um að þessi ákvörðun muni skila sér í bættri þjónustu og efla verslunina á Garðatorgi enn betur en hún er orðin mjög rótgróin þar eftir 8 àr.
Við munum einnig leggja okkur fram við að bjóða upp á betri og skilvirkari þjónustu í vefverslun og höldum að sjálfsögðu áfram að bjóða upp á frábæru merkin okkar ásamt nokkrum nýjum viðbótum 🥰
Við vonumst til að hitta Kringlu-kúnnana okkar à Garðatorgi eða í vefverslun og viljum þakka kærlega fyrir viðskiptin síðustu ár ✨❤️
Það verður útsala og lagersala næstu þrjá daga hjá okkur í Kringlunni, um að gera að koma og gera góð kaup.
Gleðilegt nýtt àr elsku vinir og við hlökkum til að taka á móti ykkur á Garðatorgi á nýju ári🥰
...