Um 1970 stofnaði opnaði maður að nafni Dick Hayne búðina Free People í Philadelpia. Búðin varð strax vinsæl og innan skammst opnaði hann aðra búð og breytti þá nafninu á búðunum í Urban Outfitters.
Með tímanum fór konan hans Meg að huga að línu fyrir Urban Outfitters sem að varð gífurlega vinsæl og ákváðu þau hjón að selja línuna áfram og var þá blásið aftur lífi í nafnið Free People.
Free People leggja áherslu á gæði og öðruvísi hönnun, þau eru óhrædd við að nota liti og textíl og kunna betur en flestir að blada þessu tvennu saman svo að það virki vel og er það einmitt það sem að einnkennir þau best. Hönnunin er afslöppuð og frjáls og laus við alla áreynslu.
Stærð | 36, 37, 38, 39, 40, 41 |
---|