Musse & cloud er spænskt skómerki sem að býður upp á leðurskó á góðu verði án þess að láta það bitna á þægindunum. Skórnir eru einstaklega mjúkir og þægilegir og eru hannaðir og framleiddir á Spáni. Hönnunin er ávallt klassísk án þess að líkjast öðrum skóm þar sem að þau nota smáatriði til þess gera skóna öðruvísi. Musse & cloud eru óhrædd við að nota skemmtilega liti sem að við auðvitað elskum.
Musse & Cloud Lisa
22.990kr.
– Svart
– Ekta leður að utan
– Fóður að innan
– Leðurinnlegg
– Gúmmísóli
– Venjuleg númer
– Hæll 5 cm
Falleg gróf stígvél sem að ná vel upp fyrir ökkla og með teygjum í báðum hliðum. Táin er rúnuð og sólinn er grófur með flottu munstri og háu platformi þannig að maður finnur ekkert fyrir hælnum. Ótrúlega flott stígvél sem að er hægt að nota við allt.