Audley er vandað merki, framleitt í skóverksmiðju á Spáni sem að er búin að vera í eigu sömu fjölskyldu síðan hún var stofnuð 1940. Árið 1988 fæddist Audley merkið og hefur öðlast fótfestu í Evrópu og víðar. Skórnir hafa ákveðinn persónuleika og er hugað að öllu við hönnun og framleiðslu þeirra, svo sem þægindum, stíl og notagildi.
Hönnuðir Audley styðjast við Bauhaus stefnuna í hönnun sinni sem að hefur alltaf einkennt merkið og sameinar hönnun, gæði og náttúru í skóm sem að eru hannaðir af konum fyrir konur.
Tilboð!
Audley Carli
Original price was: 36.990kr..29.592kr.Current price is: 29.592kr..
– Svart / hvítt
– Ekta leður að innan og utan
– Mjúkt leðurinnlegg
– Mjúkur gúmmísóli
– Venjulegar stærðir
– 5,5 cm hæll
Æðislegir hælaskór sem að poppa upp dressið! Tímalaust snið með örlítið kassalaga tá og passlega háum stöðugum hæl. Stillanlegt band um ökkla og útskurðurinn yfir rist og hvíti liturinn gera skóinn alveg geggjaðan. Ganga bæði hversdags sem og við fínni tilefni.
Stærð | 36, 37, 38, 39, 40, 41 |
---|