34.990kr.
– Svart
– Ekta leður að innan og utan
– Leðurinnlegg
– Léttur EVA sóli
– Venjulegar stærðir
– Hæll 7 cm
Camper kunna að gera flotta skó sem að fólk tekur eftir. Þeir eru líka einstaklega léttir og þægilegir. Hællinn á þessum skóm er 7cm en platformið undir sólanum er 3cm svo þeir eru ekki svo brattir. Grófir og skemmtilegir með fallegum glans í leðrinu.
Camper er spænskt merki stofnað árið 1975, það þekkja flestir Camper enda einstakt merki og áberandi hönnun. Camper skórnir eru seldir víða um heim, þeir eru mjög vinsælir í Japan og eru þekktir fyrir þægindi, litagleði og óhefðbundna hönnun. Fyrir okkur er Camper listaverk og þau gera reglulega línur í samstafi við arkitetúra, hönnuðui og listamenn sem kemur ávallt skemmtilega út. Camper hefur verið í sömu fjölskyldunni frá upphafi, Fluxa fjölskyldunni, og er framkvæmdastjóri Camper núna langalangafa barn stofnandans. Við erum mjög spenntar að kynnast Camper betur og bjóðum Camper velkomin í Apríl fjölskylduna.
| Stærð | 36, 37, 38, 39, 40, 41 |
|---|