HEYDUDE “fæddist” í hjarta Flórens á Ítalíu árið 2008. Sagan byrjaði þegar að maður að nafni Alessandro Rosano var að leita sér að léttum skóm, jafn þægilgum og inniskór, en fann enga slíka. Þannig að hann ákvað að hanna þá sjálfur. Þetta varð að leiðarljóri Heydude og markaði tímamót í hönnun á léttum skófatnaði.
Það sem að heillaði okkur einnig voru markmið þeirra í að vera eins umhverfisvæn og þau geta með kork innleggi, endurunnum plastflöskum í EVA sólanum, afgangs leðri og efni sem að er nýtt en hefði annars farið í ruslið og lifrænt ræktaðri bómull.
Skemmtilegir, litríkir, léttir og þægilgir skór sem að auðvelt er að hendast í. Fullkomnir fyrir íslenskt sumar.
HAYDUDE Karina Joy
– Beige
– Efni að innan og utan
– Anatomic memory foam innlegg
– Léttur gúmmísóli
– Venjulegar stærðir
– Má þvo á köldum þvotti
– Vegur 155 gr
Frábærir strigaskór frá HEYDUDE. Þeir eru það mjúkir og að það er hægt að beygja þá saman. Þeir eru svo mjúkir og léttir að þú finnur varla fyrir því að vera í skóm. Reimarnar eru úr teygjum svo ekki þarf að reima og auðvelt að fara í og úr þeim. Algjör plús er að það er hægt að þvo þá í þvottavél á köldum þvotti.
Stærð | 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42 |
---|