Ten points var stofnað árið 1983 og hvert einasta par frá Ten points er hannað og handgert í Evrópu, með sjálfbærum framleiðsluaðferðum og sanngjörnum viðskiptaháttum.
Ten Points stendur fyrir góða og vandaða skó með nútíma sænska hönnun og þægindi í fararbroddi. Skórnir eru klassískir og breytast lítið á hverju misseri og eru einnig þess vegna sjálfbærir því þeir endast lengi og detta ekki úr tísku.
Ten Points er í dag eitt af mest seldu skómerkjum í Skandinavíu og við erum stolt að bjóða þetta frábæra merki á Íslandi.
Ten Points Ebba
18.990kr.
– Hvítt
– Krómfrítt leður að innan og utan
– Gúmmísóli
– Mjúkt leðurinnlegg
– Venjulegar stærðir
– 4 cm sóli
Geggjaðar ballerínur með twisti, flestar ballerínur eru alveg flatar en margar konur vilja smá hækkun og gerðu Ten Points þessar æðislegu ballerínur með þykkum sóla. Svo er sólinn einnig svakalega mjúkur og sveigjanlegur. Ótrúlega mjúkt og gott leðurinnlegg með púðum í og svo þægilegt að smella sér í þær, léttar og þægilegar. Þessar eru strax orðnar okkar uppáhalds fyrir vorið!
Stærð | 36, 37, 38, 39, 40, 41 |
---|