Ten Points Pandora

– Ljósbleikt
– Ekta leður að innan og utan
– Ljósir saumar
– Gúmmísóli
– Mjúkt leðurinnlegg
– Venjuleg stærð, nokkuð breiðir
– Rúmlega 3 cm hæll

Einsaklega fallegir skór úr sumarlínu Ten points í ótrúlega fallegum bleikum lit. Skórnir einkennast af fallegu klassísku sniði og ljósum reimum sem gefa þeim sterkan karakter. Skórnir eru ögn breiðari en önnur snið sem gerir þá sérstaklega þægilega. Skórnir eru úr burstuðu leðri að utanverðu og með gúmmísóla svo sérstaklega mjúkt er að stíga í þá.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Ten points var stofnað árið 1983 og hvert einasta par frá Ten points er hannað og handgert í Evrópu, með sjálfbærum framleiðsluaðferðum og sanngjörnum viðskiptaháttum.
Ten Points stendur fyrir góða og vandaða skó með nútíma sænska hönnun og þægindi í fararbroddi. Skórnir eru klassískir og breytast lítið á hverju misseri og eru einnig þess vegna sjálfbærir því þeir endast lengi og detta ekki úr tísku.
Ten Points er í dag eitt af mest seldu skómerkjum í Skandinavíu og við erum mjög stolt af því að bjóða þetta frábæra merki á Íslandi.

Stærð

36, 37, 38, 39, 40, 41