Dolce Vita Coby

– Hvítt
– Ekta leður að innan og utan
– Mjúkt leðurinnlegg
– Gúmmísóli
– Venjulegar stærðir
– 9 cm hæll

Ein flottustu ökklastígvél sem að við höfum séð! Sniðið er kvenlegt og fallegt með fullkomlega mjórri tá. Þau ná vel upp á ökklann og eru rennd að aftan. Snákahællinn setur klárlega puntinn yfir i-ið og er hann aðeins ferkantaður. Þessi munu ekki stoppa lengi við.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Dolce Vita er nýjasta merkið okkar í Apríl en við erum einstaklega spenntar að kynna ykkur fyrir þessu merki.
Það á rætur sínar að rekja til Lower East Side í New York árið 2001 þegar að Nick Lucio and Van Lamprou settu það á laggirnar en merkið er nefnt eftir bar á Ítalíu þar sem að þeir félagar voru staddir nokkru áður og skrifuðu það niður á servéttu.
Dolce Vita sækir innblástur í sterkar konur sem að umlykja okkur, list og tónlist og eru hönnuðurnir alltaf trúir merkinu. Þó að skórnir séu oftar en ekki stílhreinir þá eru þeir samt sérstakir á sinn hátt og standa út úr. Efnin, smáatriðin og hönnunin setja brag sinn á skóna. Sjón er sögu ríkari.

Stærð

36, 37, 38, 39, 40, 41